Beint í efni

Ráðstefna um mat og ferðaþjónustu – MYNDBÖND

17.03.2014

Matvælalandið Ísland hélt ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars undir yfirskriftinni „Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?“. Upptökur af erindum er að finna með því að smella á tengla í dagskránni hér undir. Bændablaðið var að hluta til tileinkað ráðstefnunni en hér má nálgast umfjöllunina í blaðinu á síðum 23-27.

Á ráðstefnunni var fjallað um þróun matarferðamennsku hér heima og erlendis og tækifærin sem hún felur í sér. Ami Hovstadius frá VisitSweden ræddi um reynslu Svía af markaðssetningu Svíþjóðar sem matvælalands. Svíar telja að sú stefna hafi skilað ótvíræðum árangri, m.a. því að erlendir ferðamenn sýna sænskum mat meiri áhuga en áður og að útflutningur matvæla hafi aukist marktækt.

Laufey Haraldsdóttir, lektor í Háskólanum á Hólum, greindi frá þróun matarferðaþjónustu á Íslandi og Mário Frade, vörumerkjastjóri, Nóa Síríusi, lýsti því hvernig fyrirtækið hefur þróað markaðsáætlanir með það að markmiði að höfða til ferðamanna. Í öðrum hluta ráðstefnunnar var rætt um viðbrögð Íslendinga við auknum fjölda ferðamanna, framboð af íslensku hráefni og veitingaþjónustu og hvernig menningar- og matartengd ferðaþjónusta hefur þróast á síðustu árum. Á eftir erindunum voru pallborðsumræður. Aðgangur var ókeypis en alls mættu um 180 manns og hlýddu á erindin.

Dagskrá:
12.00 – 12.30 Skráning og hádegishressing

12.30 – 12.45 Setning: Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - Upptaka

12.45 – 13.30 Þróun matarferðamennsku og reynsla Svía. Ami Hovstadius frá VisitSweden - Upptaka - Glærur - pdf

13.30 – 14.00 Matarferðaþjónusta á Íslandi – við hvaða uppskrift á að styðjast? Laufey Haraldsdóttir,lektor, Háskólanum á Hólum - Upptaka - Glærur - pdf

14.00 – 14.30 Markaðssetning matvæla til ferðamanna. Mário Frade, vörumerkjastjóri, Nóa Síríusi.

14.30 – 14.50 Kaffihlé

14.50 – 15.10 Ísland sem matvælaframleiðandi - samkeppnishæfni og framleiðslugeta. Dr. Torfi Jóhannesson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu - Upptaka

15.10 – 15.25 Mikilvægt framlag matreiðslumanna til uppbyggingar á matarlandinu Íslandi. Hafliði Halldórsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara - Upptaka 

15.25 – 15.40 Matarupplifun í gróðurhúsinu í Friðheimum Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi, Friðheimum - Upptaka

15.40 – 16.30 Pallborðsumræður

Guðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarútvegs og matvæla, Íslandsstofu
Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís

Ráðstefnustjóri: Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri SI

Að ráðstefnunni stóðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fiskvinnslustöðva og Samtök iðnaðarins.

Sjónvarpsþátturinn Kastljós birti viðtal við Ami Hovstadius og Torfa Jóhannesson 1. apríl, það er aðgengilegt hér og hefst á mín. 13:03

Meðfylgjandi myndir tók Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins.
Ami Hovstadius frá VisitSweden.  


Laufey Haraldsdóttir, lektor á Hólum.


Mário Frade, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. (Erindi ekki aðgengilegt á vef)
Torfi Jóhannesson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.


Hafliði Halldórsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.  


Knútur Rafn Ármann, bóndi í Friðheimum.


Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri SI.


Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-  og  landbúnaðarráðherra.


Pallborð. Guðný Káradóttir, Íslandsstofu, Sveinn Margeirsson, Matís, Gunnar Valur Sveinsson, SAF og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.