Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ráðstefna um kolefnisbindingu

16.11.2017

Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni þriðjudaginn 5. desember nk. sem er alþjóðlegur dagur jarðvegs. Þar mun meðal annarra írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick halda erindi um aðgerðir sem Írar hafa farið út í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðalsamningamönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skógrækt. 
 
Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, mun fjalla um losun kolefnis vegna landnotkunar á Íslandi og Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir frá nýrri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðum sem sauðfjárbændur hyggjast fara í til þess að draga úr losun. Þá munu þeir Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins og Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, segja frá möguleikum Íslands með kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Að lokum gefst tími til fyrirspurna og umræðna.

Dagskrá

Hótel Saga, klukkan 13.00-16.00, þriðjudaginn 5. desember.

Binding kolefnis með breyttri landnýtingu og skógrækt - LULUCF (Land Use, Land Use Change, Forestry) og reynsla Íra
  –  Eugene Hendrick, sérfræðingur um kolefnisbindingu

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar á Íslandi  Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ.

Sauðfjárbændur og kolefnisbindingOddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Kolefnisbinding með landgræðslu Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

Kolefnisbinding með skógrækt Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá

Umræður og samantekt

Það eru Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktin og Bændasamtök Íslands sem standa að ráðstefnunni. Markmiðið með henni er að draga fram lausnir við bindingu kolefnis hér á landi í því augnamiði að uppfylla skyldur sem m.a. felast í Parísarsamkomulaginu. 

 
Skráning
Ráðstefnan verður sem fyrr segir haldin þriðjudaginn 5. desember í ráðstefnusölum Hótel Sögu frá kl. 13.00 til 16.00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en krafist er skráningar hér á vefsíðunni (sjá neðst á síðu).