Beint í efni

Ráðstefna um fjósbyggingar

18.04.2011

Hönnuðir fjósa og þeir sem starfa við húsvistarrannsóknir á nautgripum á Norðurlöndunum hafa, á liðnum árum, staðið fyrir afar áhugaverðum ráðstefnum um það nýjasta sem er að gerast á sviði hönnunar á fjósum. Þessar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og í ár verður haldin ráðstefna í Danmörku dagana 14. – 16. september. Ráðstefnan, sem ber einfaldlega heitið Nordisk BygTræf’11,  verður byggð upp af faglegri dagskrá í bland við heimsóknir í nýbyggð fjós.

 

Ráðstefnan er opin fyrir alla sem starfa við hönnun fjósa eða rannsóknir á fjósum. Þeir sem kunna að hafa áhuga á nánari upplýsingum um ráðstefnuna geta leitað til Snorra Sigurðssonar hjá Landbúnaðarháskólanum um frekari upplýsingar. /SS