Beint í efni

Ráðstefna og ársfundur NMSM á Íslandi

13.06.2012

Í dag verður haldin ráðstefna um dýravelferð, mjaltatækni og mjólkurgæði á vegum NMSM, en NMSM er samstarfsvettvangur afurðastöðva um mjólkurgæði í mjólkuriðnaði á Norðurlöndunum. Ráðstefnan, sem er opin öllum, verður haldin í Hótel Glym í Hvalfirði og hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 13. Alls hafa vel á annan tug Íslendinga skráð sig til þátttöku auk hinna fjölmörgu erlendu gesta.

 

Í framhaldi ráðstefnunnar verður svo haldinn fagfundur NMSM þar sem allir helstu sérfræðingar á sviði mjólkurgæða og dýraheilbrigðismála Norðurlandanna bera saman bækur sínar og á morgun verður svo haldinn ársfundur samtakanna. Að vanda heldur NMSM utan um ýmis sameiginleg mál Norðurlandanna sem lúta að mjólkurgæðum og er þess að vænta að í júlí verði gefin út samantekt frá ársfundinum, með hinum árlega samanburði á milli landanna. Sú skýrsla verður birt hér á naut.is þegar hún kemur út/SS.