Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ráðstefna NØK í Gråsten á Jótlandi

29.07.2012

Í dag var ráðstefna NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl; Samtök nautgriparæktarmanna á Norðurlöndunum) sett í bænum Gråsten á Suður-Jótlandi. Samtök þessi voru stofnuð árið 1948 sem samstarfsvettvangur þeirra sem koma að ræktunarstarfi nautgripa á Norðurlöndunum; bænda, ráðunauta, búfræðikennara, dýralækna og rannsóknamanna. Samtökin eru byggð upp þannig að ein deild er í hverju Norðurlandanna fimm og eru að hámarki 40 félagar í hverri þeirra. Ráðstefnur samtakanna eru haldnar annað hvert ár og skiptast löndin á að halda þær. Síðasta ráðstefna var haldin hér á landi sumarið 2010, í Hornafirði. Þar áður var haldin ráðstefna hér á landi árið 2000, á Akureyri.

Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Danmörku, eins og áður segir, í Gråsten, 4.000 manna bæ við landamærin að Þýskalandi. Dagskrá ráðstefnunnar er fjórþætt;

  1. Norrænt samstarf.
  2. Hátækni í mjólkurframleiðslunni.
  3. Mjólkurframleiðsla framtíðarinnar – áhrif á loftslag og umhverfi.
  4. Kynbótastarf framtíðarinnar – úrval á grunni erfðamarka.

Hlekkur á dagskrá ráðstefnunnar er hér neðst í pistlinum. Þátttakendur á ráðstefnunni eru um 110 talsins, þar af 16 frá Íslandi, auk maka og barna./BHB

 

Dagskrá NØK Kongres 2012

 

Viðtal í Morgunblaðinu 19. júlí 1984 við Ólaf E. Stefánsson fyrrv. nautgriparæktarráðunaut BÍ vegna NÖK fundar á Laugarvatni.