Beint í efni

Ráðstefna NMSM um framtíðarbúin

22.07.2011

Í júní sl. var haldinn ársfundur NMSM í Turku í Finnlandi, en NMSM eru samtök norrænna afurðastöðva í mjólkuriðnaði og vinna samtökin að sameiginlegum málum sem snúa að mjólkurgæðum. Fyrir hönd Íslands sóttu fundinn þeir Jón Kr. Baldursson, mjólkursamlagsstjóri MS í Reykjavík og Snorri Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Ársfundir NMSM eru oftast settir upp í tengslum við ráðstefnur um mjólkurgæði og var heiti ráðstefnunnar að þessu sinni: „Hagfræðilegir þættir heilbrigðis dýra og mjólkurgæða á framtíðarbúum“. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni og hér fyrir neðan má smella á sér hlekk þar sem sjá má framlagðar glærur á ráðstefnunni. Samhliða má lesa stutta lýsingu á íslensku á því helsta sem fjallað var um í hverju erindi/SS.

 

Smelltu hér til þess að skoða glærurnar (eru á ensku) sem sýndar voru á ráðstefnunni (8 Mb – PDF skjal).

 

Smelltu hér til þess að lesa stutta lýsingu á íslensku á því helsta sem fjallað var um (25 Kb – Word skjal).