Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ráðstefna Matvælalandsins – Upptökur

16.05.2019

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland hélt ráðstefnu um sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu miðvikudaginn 10. apríl sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskriftin var "Hvað má bjóða þér að borða? - Sérstaða og samkeppnisforskot í matvælaframleiðslu". Upptökur af erindum ráðstefnunnar eru nú aðgengilegar á Netinu:

  1. Global change in food landscape - Henk Jan Ormel
  2. Heilnæmi íslenskra matvæla - Hrönn Jörundsdóttir
  3. Heilnæmi íslenskra matvæla - Vigdís tryggvadóttir og Briggite Brugger
  4. Styrkur Íslands - matvælastefna í mótun - Vala Pálsdóttir
  5. Matarferðaþjónusta á Norðurlandi - Arnheiður Jóhannsdóttir
  6. Áfangastaðurinn Austurland - matarupplifun - María Hjálmarsdóttir

Á ráðstefnunni var fjallað um gildi sérstöðunnar og þær áskoranir sem margar þjóðir standa frammi fyrir í sinni matvælaframleiðslu. Kröfur um örugg matvæli, fá sótspor, virðingu fyrir umhverfinu og auðlindum, bætta lýðheilsu og heilbrigt búfé munu hafa mikil áhrif á matvælaframleiðslu um heim allan á komandi árum.

Henk Jan Ormel, ráðgjafi í dýrasjúkdómum hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), fjallar um tengsl milli matvælaöryggis og sjúkdóma í mönnum og dýrum og hvernig haga má baráttu gegn matarbornum sjúkdómum. Þá var fjallað um sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu og hvernig á að sýna fram á hana og gefin dæmi um hvernig sérstaða er nýtt í markaðssetningu.

Að Matvælalandinu standa Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands, Matís, Íslandsstofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Matarauður Íslands og Háskóli Íslands.