Beint í efni

Ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliðastörf til sveita

03.05.2016

Umræða um réttindi og aðbúnað starfsfólks, launamál og ráðningarsamninga hefur verið mikil undanfarið. Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasamband Íslands ætla í sameiningu að vinna að betra aðgengi á upplýsingum um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda á heimasíðum beggja sambandanna.

Um árabil hafa Bændasamtök Íslands og samtök launþega gert með sér samninga um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Bændur er hvattir til að kynna sér vel þá kjarasamninga og reglur sem gilda hverju sinni og tryggja þannig að þessi mál séu í góðum farvegi.

Hvað ber að hafa í huga við ráðningu erlendra starfsmanna?
ASÍ var að gefa út tvíblöðung um hvað ber að hafa í huga við ráðningu erlendra starfsmanna. Hann er hægt að nálgast hér.

Sjálfboðaliðastörf
Undanfarin ár hefur það færst í aukana að atvinnurekendur á Íslandi hafi fengið til sín starfsfólk í sjálfboðastörf. Með sjálfboðaliðastörfum er átt við að ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði, gisting og uppihald auk þess sem einhvers konar skemmtunar/afþreyingar komi til móts það vinnuframlag sem innt er af hendi. Algengast er að um sé að ræða erlend ungmenni og að vinnan sé hluti af upplifuninni eða einhvers konar ævintýramennska. Gera verður skýran greinarmun á sjálfboðastörfum í efnahagslegri starfsemi annars vegar og sjálfboðaliðum í samfélagslegri vinnu hins vegar. Sjálfboðavinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög. Á vef Starfsgreinasambandsins má sjá nánari umfjöllun um sjálfboðaliðastörf.

Handbók um mansal á vinnumarkaði
Starfsgreinasamband Íslands hefur gefið út handbók um mansal á vinnumarkaði. Henni er ætlað að auðvelda starfsfólki stéttarfélaga að þekkja mansal, geta greint það og ekki síst að upplýsa um hvert á að snúa sér þegar grunsemdir um mansal vakna. Efnið er aðgengilegt hér.

Ítarefni
Bæklingur um ráðningar erlendra starfsmanna - ASÍ - pdf
Fræðsluefni um "Au pair" (vistráðningar) - SGS 
Handbók um mansal á vinnumarkaði – SGS - pdf
Yfirlit um réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði – BÍ
Kjarasamningur BÍ og SGS – pdf
Fræðsluefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði - pdf