Beint í efni

Ráðin í starf atvinnu- og nýsköpunarráðgjafa

09.01.2009

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir hóf störf hjá BÍ sem atvinnu- og nýsköpunarráðgjafi 1. janúar síðastliðinn. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur sótt fjölda námskeiða, s.s. í frumkvöðlafræðum, stofnun og rekstri fyrirtækja, gerð viðskiptaáætlana og auglýsingatækni.

Guðbjörg starfaði nú síðast hjá Mjólkursamsölunni sem markaðsstjóri osta- og smjörvara en hún hóf störf við markaðsmál hjá Osta- og smjörsölunni árið 2003 sem rann svo saman við MS í ársbyrjun 2007. Hún vann hjá Kjötumboðinu Goða 1999-2001 við sölu- og markaðsmál. Eftir störf sín þar rak hún eigið útgáfu- og ráðgjafarfyrirtæki, auk þess sem hún hafði viðkomu hjá sprotafyrirtækinu Bergspá – Petromodel ehf. Guðbjörg hefur einnig komið að hótelrekstri, kennslu og námskeiðahaldi.

Meginviðfangsefni Guðbjargar í nýju starfi verður alhliða ráðgjöf um nýsköpun og atvinnusköpun á bújörðum. Guðbjörg hvetur alla þá sem hafa hugmyndir að atvinnuskapandi tækifærum og nýsköpun að hafa samband. Tölvupóstfangið er ghj@bondi.is og beinn sími 563-0367.