
Ráðherra tekur á móti ESB-ályktun
18.03.2011
Forsvarsmenn Bændasamtakanna fóru á fund Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag og afhentu honum ályktanir Búnaðarþings 2011. Þar á meðal var ályktun um ESB-málin þar sem bændur setja fram varnarlínur sínar í viðræðum við sambandið. Á fundinn fóru þau Haraldur Benediktsson formaður BÍ, Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur samtakanna.
Samkvæmt ályktun BÍ er farið fram á að stjórnvöld kanni nú þegar afstöðu ESB til varnarlína samtakanna sé það ætlun þeirra að standa vörð um íslenskan landbúnað. Þess var farið á leit við ráðherra að hann kæmi þessum skilaboðum skýrt til skila við ríkisstjórn Íslands.
Jón Bjarnason þakkaði forsvarsmönnum samtakanna fyrir ályktanirnar og sagðist heils hugar taka undir með þeim hvað varðar afstöðu þeirra til Evrópusambandsaðildar.
Ályktun um ESB-aðildarumsókn og varnarlínur BÍ er að finna hér.
Ályktanir Búnaðarþings er hægt að nálgast í heild sinni hér.
Samkvæmt ályktun BÍ er farið fram á að stjórnvöld kanni nú þegar afstöðu ESB til varnarlína samtakanna sé það ætlun þeirra að standa vörð um íslenskan landbúnað. Þess var farið á leit við ráðherra að hann kæmi þessum skilaboðum skýrt til skila við ríkisstjórn Íslands.
Jón Bjarnason þakkaði forsvarsmönnum samtakanna fyrir ályktanirnar og sagðist heils hugar taka undir með þeim hvað varðar afstöðu þeirra til Evrópusambandsaðildar.
Ályktun um ESB-aðildarumsókn og varnarlínur BÍ er að finna hér.
Ályktanir Búnaðarþings er hægt að nálgast í heild sinni hér.