Beint í efni

Ráðherra landbúnaðarmála skrifar undir reglugerð um kvótamarkað

17.05.2010

Ráðuneyti landbúnaðarmála hefur gefið út reglugerð um „markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum“. Hefur hún tekið gildi nú þegar. Hana er að finna í heild sinni hér. Fyrsti kvótarmarkaðurinn verður haldinn 1. desember n.k. og verða því engin aðilaskipti að greiðslumarki fram að þeim tíma. Samningar um aðilaskipti á yfirstandandi verðlagsári, sem þegar hafa verið gerðir og tilkynnt um, halda gildi sínu.

Kvótamarkaðurinn verður að danskri fyrirmynd, í samræmi við ályktun aðalfundar LK 2010 þar að lútandi, en ályktunin var svohljóðandi:

 

„Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.-27. mars 2010, felur stjórn LK að vinna að því í samstarfi við BÍ og ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar að öll viðskipti með greiðslumark í mjólk, sem færist milli lögbýla fari í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað sem taki til starfa eigi síðar en kvótaárið 2011 Þá telur fundurinn koma til greina að setja því mörk hversu mikið greiðslumark má vera í eigu sama aðila og á sama lögbýli þó ekki undir 1% af heildargreiðslumarki“.

 

Tillagan var samþykkt með  öllum greiddum atkvæðum gegn einu.