Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rabobank spáir aukinni eftirspurn mjólkurvara

16.02.2012

Hollenski bankinn Rabobank, sem er sérhæfður banki á sviði landbúnaðarviðskipta, telur bjart útlit á sviði sölu mjólkurvara á heimsmarkaði næstu fimm árin. Í nýju áliti frá bankanum kemur fram að talið sé að eftirspurn eftir mjólkurvörum muni aukast um heil 12% á næstu fimm árum. Sem fyrr eru það markaðirnir í Kína, Indlandi og Suðaustur-Asíu sem talið er að muni bera uppi hina auknu eftirspurn.

 

Sérfræðingar bankans meta það svo að nú þegar sjáist þess merki að framleiðslan muni eiga í erfiðleikum með að anna þessari stórauknu eftirspurn og að um 20% vanti upp á. Þetta þýði í raun að ef ekki komi til veruleg framleiðsluaukning mjólkur í Evrópu og Bandaríkjunum þá muni fátt geta komið í veg fyrir hækkun mjólkurvara á heimsmarkaði á komandi árum/SS.