Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Próteinverksmiðja vígð á Sauðárkróki á morgun

20.10.2017

 

Heilsuprótein ehf. býður til vígsluhátíðar nýrrar verksmiðju sem vinnur hágæða prótein úr ostamysu í Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki, laugardaginn 21. október 2017  kl. 15.30.

Heilsuprótein ehf. er fyrirtæki í sameiginlegri eigu Mjólkursamsölunnar ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga svf. Sá hluti verksmiðjunnar sem nú verður tekinn í notkun markar tímamót í umhverfismálum mjólkuriðnaðarins á Íslandi. Þar verður unnið hágæða próteinduft úr mysunni sem fellur til við ostagerð á Norður- og Austurlandi og runnið hefur til sjávar fram að þessu.

Síðari áfangi verksmiðjunnar, sem vonast er til að komist í gagnið eigi síðar en á árinu 2019, mun vinna etanól (alkóhól) úr mjólkursykrinum í mysunni. Eftir síðari áfangann mun einungis hreint vatn renna til sjávar úr ostasamlögunum á Norður- og Austurlandi.

Samhliða því að leysa stórt umhverfismál verður til virðisaukandi starfsemi fyrir mjólkuriðnaðinn með framleiðslu á þurrkuðu mysupróteini og etanóli, sem vonandi gefur tækifæri á næstu árum og áratugum til verulegrar verðmætasköpunar og gjaldeyrisskapandi framleiðslu.

Við hvetjum alla kúabændur og aðra áhugasama um að mæta á svæðið og fagna þessum stóra áfanga.