Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Próteinsala 115,3 milljónir lítra – 55% aukning smjörsölu á áratug

14.09.2012

Samkvæmt nýju söluyfirlit Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, er 12 mánaða (sept. ’11- ágú. ’12) sala á próteingrunni 115,3 milljónir lítra, það er 1,1% aukning frá árinu á undan. Salan er því orðin meiri en sem nemur greiðslumarki mjólkur, sem eru mjög jákvæð tíðindi fyrir kúabændur. Sala á fitugrunni undanfarna 12 mánuði er nú orðin 113,3 milljónir lítra, sem er 2,3% aukning frá fyrra ári. Eins og fram kom hér á naut.is á dögunum var mjög góð sala á smjöri í liðnum ágústmánuði. Þegar þróun smjörsölu undanfarinn áratug er skoðuð, kemur í ljós að sala á smjöri hér á landi hefur aukist um 55% síðan 2002. Í ágúst það ár var 12 mánaða sala á tæplega 600 tonn, en undanfarna 12 mánuði er hún yfir 900 tonn. Aukningin er 55% og hefur verið jöfn og stöðug allt tímabilið.

 

Innvigtun mjólkur síðustu 12 mánuði 126,8 milljónir lítra sem er aukning um 3,4%. Innvigtun ágústmánaðar var hins vegar 4,9% minni en í sama mánuði í fyrra, eða 10,5 milljónir lítra./BHB