Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Próteinmagn í gróffóðri hefur áhrif á dagsnytina

20.08.2012

Ný rannsókn Kvægbrugets Forsøgscenter á áhrifum próteinmagns á nyt mjólkurkúa sýnir að lágt próteininnihald fóður dregur úr áti og þar með á nyt kúnna. Þetta gerist óháð því hvort gróffóðrið er að öðru leiti gott eða ekki.

 

Í rannsókninni var 48 kúm skipt í tvo hópa og þær fóðraðar annars vegar með gróffóðurblöndu með 14% próteininnihaldi og hinsvegar með 16% próteininnihaldi og samhliða voru þessar gróffóðurblöndur með 75% og 80% meltanleika.

 

Niðurstöðurnar sýndu að kýrnar sem fengu 16% próteinblönduna og 80% meltanleika fóðursins mjólkuðu 2,9 kg (orkuleiðrétt) meira en kýrnar sem fengu aðeins 14% prótein og lægri meltanleikann. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar kemur fram að 1,7 kg nytaukningarinnar var rakið til meltanleikans og 1,2kg til próteinmismunar/SS.