Beint í efni

Propeller heitir nú Pro-Keto

15.02.2012

Súrdoðavörnin Propeller hefur nú fengið nýtt nafn samkvæmt fréttatilkynningu frá Líflandi og heitir nú Pro-Keto. Eiginleikar vörunnar eru þó alveg þeir sömu og áður. Eins og margir kúabændur vita, þá er Pro-Keto vökvi, sem bæði er hægt að gefa með fóðri í kjarnfóðurbás, eða að hella yfir heyið.

 

Í tilkynningu Lífland segir að reynslan sýni að Pro-Keto hafi mjög jákvæð áhrif á orkubúskap kýrinnar og styrki ónæmiskerfið einnig gegn öðrum kvillum en súrdoða, svo sem júgurbólgu, frjósemis- og klaufavandamálum. Pro-Keto inniheldur einkum Propylene glycol, B- og E-vítamín, Niacín, Zink og Kólín. Pro-Keto er seldur í verslunum Líflands og hjá endurseljendum víða um land/SS.