Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Propeller heitir nú Pro-Keto

15.02.2012

Súrdoðavörnin Propeller hefur nú fengið nýtt nafn samkvæmt fréttatilkynningu frá Líflandi og heitir nú Pro-Keto. Eiginleikar vörunnar eru þó alveg þeir sömu og áður. Eins og margir kúabændur vita, þá er Pro-Keto vökvi, sem bæði er hægt að gefa með fóðri í kjarnfóðurbás, eða að hella yfir heyið.

 

Í tilkynningu Lífland segir að reynslan sýni að Pro-Keto hafi mjög jákvæð áhrif á orkubúskap kýrinnar og styrki ónæmiskerfið einnig gegn öðrum kvillum en súrdoða, svo sem júgurbólgu, frjósemis- og klaufavandamálum. Pro-Keto inniheldur einkum Propylene glycol, B- og E-vítamín, Niacín, Zink og Kólín. Pro-Keto er seldur í verslunum Líflands og hjá endurseljendum víða um land/SS.