Beint í efni

Presturinn er sænskur!

31.03.2011

Vörumerkið „Prestur“ eða „Präst“ er og verður sænskt samkvæmt nýlegum úrskurði einkaleyfisnefndar í Noregi, en samtök afurðastöðva í sænskum mjólkuriðnaði og Tine (stærsta afurðastöðin í Noregi) höfðu tekist á um málið. Vörumerkið „Prästost“ er mjög þekkt í Skandinavíu og því mikilvæg „eign“ í samkeppninni um athygli viðskiptavinanna. Fyrir þennan úrskurð höfðu samtök sænskra afurðastöðva skráð vörumerkið í Svíþjóð en Tine ætlaði að krækja í hina góðu ímynd ostanna, en það tókst s.s. ekki.

 

Undanfarin ár hefur farið mjög vaxandi áhersla afurðastöðvanna á skrásett vörumerki mjólkurvara og má nefna sem dæmi að ostarnir „Greifi“ og „Herragarður“ eru í dag eign sænskra afurðastöðva. Hér á landi hefur einnig verið unnið að skráningu á vörumerkjum séríslenskra vara s.s. „Skyr“ svo dæmi sé tekið. /SS