Beint í efni

Pörun nautsmæðra þarf að vera markvissari!

23.03.2012

Á aðalfundi LK í dag hélt Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautur BÍ, erindi framkvæmd ræktunarstarfs í íslenskri nautgriparækt. Lagði hún m.a. áherslu á að efla þurfi áhuga og þátttöku bænda í ræktunarstarfinu svo ná megi hámarks árangri. Ennfremur telur hún brýnt að efla bæði ráðgjöf og rannsóknir á sviði kynbótastarfseminnar.

 

Ennfremur kallaði hún eftir markvissara starfi við pörun sk. nautsmæðra en nokkuð hefur borið á því að nautsmæður hafi ekki verið sæddar með bestu fáanlegu nautum á hverjum tíma. Að sjálfsögðu kom hún inn á fjölmörg önnur atriði en erindi hennar í heild má lesa með því að smella hér (pdf. skjal)/SS