Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Pólland nú einnig með í EuroGenomics

29.11.2012

Frá því árið 2009 hafa nokkur lönd í Evrópu starfað saman í nautgriparæktarverkefni sem kallast EuroGenomics, en verkefnið snýst um að auka öryggi við erfðaefnisgreiningar á nautgripum og þar með efla kynbótastarfið enn frekar. Að þessu verkefni hafa til þessa staðið VikingGenetics (Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi), UNCEIA (Frakklandi), DHV og Vit (Þýskalandi), CRV (Hollandi og Belgíu) og Conafe (Spáni).

 

Nú í október gekk svo Pólland til liðs við verkefnið þegar Genomika Polska gekk inn í þetta umsvifamikla verkefni. Genomika Polska er í raun einnig samstarfsverkefni en að því standa nautgriparæktarfélög landsins, fjórar ræktunarmiðstöðvar fyrir nautgripi, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og landbúnaðarrannsóknadeildir háskólanna í Warmia-Mazury-Olsztyn og Wroclaw.

 

Með þátttöku Póllands í EuroGenomics verður fjöldi afkvæmadæmdra nauta rúmlega 25.000 sem eykur enn á nákvæmi við erfðaefnisgreiningar á ungum gripum og gerir kynbótastöðvum allra þátttökulanda mögulegt að velja inn líkleg afburðanaut með meira öryggi en áður. Þá verður EuroGenomics í kjölfar þátttöku Póllands einnig um leið stærsta félag í eigu kúabænda í heiminum á þessu sviði, en afar mörg einkahlutafélög eru til á hinum umsvifamikla markaði með sölu á nautasæði/SS.