Beint í efni

Pokaskyrið enn framleitt á Ísafirði

03.03.2004

Hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga er skyr enn framleitt upp á „gamla mátann“, þ.e. skyrið er sett í poka og látið drjúpa af því yfir nótt. Þrátt fyrir mikla sókn ýmissa skyrtegunda undanfarin ár (KEA skyr og skyr.is) þá hefur pokaskyrið átt sinn fasta sess hjá mörgum neytendum á Vestfjörðum, sem og í Borgarfirði! Skyrið frá MÍ fæst eingöngu á Ísafjarðarsvæðinu, sem og í KB (Kaupfélagi Borgfirðinga) í Borgarnesi.