Beint í efni

Pistill formanns LK um verðlagningu mjólkur

22.06.2011

Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda ritar pistil á naut.is í tilefni af ákvörðun Verðlagsnefndar búvara um leiðréttingu á mjólkurverði. Í pistilinum segir m.a.:

Hitt er svo annað mál með hvaða hætti útreikningar verðlagsgrundvallar eru notaðir við ákvörðanir um lágmarksverð til bænda og ekki óeðlilegt, þegar horft er til ákvæða búvörulaga, að upp vakni spurningar um hversu á því er haldið í meðförum Verðlagsnefndar. Tæplega getur talist óeðlilegt að ef grundvöllurinn þyki sýna raunsanna mynd af afkomu greinarinnar að ákvarðanir taki í sem ríkustum mæli mið af því.  Eigi hinsvegar verðþróunin að taka mið af einhverju öðru s.s. væntu verðþoli, kjarasamningum eða öðrum þáttum og í því augnamiði þurfi að tína úr verðlagsgrundvellinum einstaka liði eða tímabil svo þeir falli að ákvörðuninni, hlýtur sú spurning að gerast áleitin hvort ástæða sé til að halda framreikningi hans áfram í óbreyttu formi.  

Í niðurlagi pistilsins segir síðan: Vissulega verður að teljast talsverð vonbrigði að ekki skuli hafa náðst lengra í að leiðrétta mjólkurverð til bænda að þessu sinni. Það var þó mat fulltrúa bænda að ekki yrði lengra komist nú og að aðrir kostir væru verri í stöðunni. Ekkert hefur þó verið útilokð um frekari leiðréttingar á árinu og verður unnið að því hér eftir sem hingað til.  Pistilinn má lesa í heild sinni hér neðar á síðunni./BHB