Parmalat lokar þremur móttökustöðvum
21.09.2012
Ítalski afurðarisinn Parmalat, sem er í eigu hins franska Lactalis, ætlar að loka þremur móttökustöðvum mjólkur á næstunni í Genoa, Villaguardia og Cliavegna í Ítalíu. Þetta er gert til þess að mæta aukinni samkeppni á hinum ítalska markaði en drykkjarmjólkurframleiðsla Parmalat hefur undanfarið verið rekin með töluverðu tapi í kjölfar þess að félagið hefur tapað markaði. Alls hefur drykkjarmjólkursala Parmalat dregist saman um heil 15% á síðustu 5 árum!
Í kjölfar lokunarinnar verður drykkjarmjólkurframleiðslan flutt í eina afurðastöð sem verður mun samkeppnishæfari en hinar þrjár, enda fækkar starfsfólki við vinnsluna um 90 manns við þessa breytingu. Hinni nýju vinnslu verður í framtíðinni ætlað að sjá um að framleiða mjólk undir vörumerkjum stórmarkaða, þ.e. ódýra drykkjarmjólk/SS.