Parag Milk stórbætir framleiðslugetuna
13.09.2012
Í Indlandi er mikill hugur í kúabændum enda markaðurinn þar gríðarlega stór og mikil eftirspurn eftir góðum vörum. Til þess að mæta þessari eftirspurn hyggst félagið Parag Milk Foods, sem er til húsa í borginni Pune í vesturhluta landsins, spíta heldur betur í lófana og byggja upp afurðavinnslu Vestur-Bengal og Delhi.
Parag Milk er þegar með tvær afurðavinnslustöðvar í borginni Pune og fylkinu Andhra Pradesh en vinnslugeta þessara afurðastöðva eru 2 milljónir lítra á dag. Með hinum nýju tveimur afurðastöðvum verður vinnslugetan hinsvegar 5 milljónir lítra á dag eða um 1,8 milljarðar lítra í einungis fjórum vinnslustöðvum.
Parag Milk selur allar sínar mjólkurvöru undir hinu skemmtilega vöruheiti „Go“. Nýju afurðastöðvarnar verða eingöngu í mjólkurvinnslu og munu einungis framleiða tvær gerðir mjólkur: „Go Milk“, sem er feitari gerðin, og „Go Slim“ sem trúlega svarar til undanrennu/SS.