Beint í efni

Panta frjótækninn á netinu!

06.05.2013

Félagsmenn í nautgriparæktarfélaginu Viking Genetics í Danmörku geta nú pantað þjónustu frjótækna á netinu í gegnum heimasíðu félagsins. Ýmsir kostir fylgja því að panta þjónustuna á netinu framyfir hefðbundnar símapantanir. Fyrir utan að geta lagt inn pantanir á hvaða tíma sem er, hafa bændur aðgang að margvíslegum upplýsingum um gripina á pöntunarsíðunni, s.s. um kýr sem kominn er tími til að fangskoða eða kvígur sem hafa aldur til að verða sæddar, ef búið er með sæðingaáætlun kemur hún sjálfkrafa upp, hægt er að velja hefðbundið sæði, kyngreint sæði eða holdanautasæði, allar upplýsingar flytjast sjálfkrafa yfir í handtölvu frjótæknis þannig að villuhætta við skráningu minnkar verulega, bóndinn getur fengið sjálfkrafa SMS skilaboð um hvenær frjótæknir er væntanlegur, auk þess sem veittur er 200 isk afsláttur fyrir pantanir á netinu. Ýtarlegri upplýsingar um þessa nýjung má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan (á dönsku)./BHB

 

Pantanir á þjónustu frjótækna á heimasíðu Viking Genetics