Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ótrúlegt en satt: Saputo keypti Dairy Crest!

26.02.2019

Við höfum eiginlega ótrúlega oft talað um hið kanadíska afurðafyrirtæki Saputo undanfarin ár en ástæðan fyrir tíðum fréttaflutningi af Saputo eru afar tíð uppkaup þess á hinum og þessum afurðafyrirtækjum um heiminn. Um helgina bárust svo enn ein tíðindin af fjölskyldufyrirtækinu Saputo og þau eru af stærri gerðinni: fyrirtækið hefur tilkynnt um kaup á hinu þekkta breska afurðafélagi Dairy Crest! Dairy Crest hefur undanfarið átt í erfiðleikum en margir héldu þó að þar á bæ væri búið að leysa þau mál og lausnin var greinilega yfirtaka! Þar sem Dairy Crest er afar stórt fyrirtæki, er kaupverðið líka myndarlegt: rúmlega 150 milljarðar íslenskra króna!

Þessi tíðindi munu væntanlega hreyfa eitthvað við stóru fyrirtækjunum í afurðavinnslu í norðurhluta Evrópu, enda hefur aðili utan Evrópu ekki sótt inn á „þeirra“ markað af jafn miklum krafti áður. Skýringin felst etv. í því að í þessum heimshluta eru rótgróin fyrirtæki í afurðavinnslu og mörg af þeim með þeim allra stærstu í heimi eins og Danone, Lactalis, Arla, FrieslandCampina, DMK og Müller. Þessi staðreynd hefur etv. haldið eitthvað aftur af öðrum aðilum á markaðinum en Saputo fjölskyldan, sem er víst af ítölskum ættum, er hvergi hrædd og hefur nú svo sannarlega stokkið í djúpu lögina/SS.