Ostur með aspasbitum
25.06.2013
Um þessar mundir er aðal uppskerutíminn á aspas víða í Evrópu og neysla á aspas líklega aldrei meiri en einmitt á þessum árstíma. Ein áhugaverð nýjung er nú í boði í Þýskalandi sem tengist aspasinum en það er hollenskur ostur með aspasbitum! Það er fyrirtækið Heiderbeck sem stendur að þessum all óvenjulega osti, en fyrirtækið er afar stór dreifingaraðili á osti.
Osturinn sjálfur, sem Heiderbeck selur, er framleiddur af Vandersterre í Hollandi sem einnig hefur sett þessa óvenjulegu ostategund á markað í sínu heimalandi og kallar hann „Landana green asparsgus“ en í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um sé að ræða hefðbundinn 32% feitan Gouda ost með grófsöxuðum grænum aspas. Spurning hvort MS taki nú ekki þessa hugmynd bara beint og komi með Gouda ost með krækiberjum í haust nú eða rabbarbara? /SS.