Beint í efni

Ostóbermánuður runninn upp

04.10.2021

Mjólkursamsalan hefur nú kynnt Ostóbermánuð þar sem tilvalið er að prófa allskyns osta með nýju meðlæti við stór sem smá tilefni. Hvatt er til þess að fólk máti allskyns sósur, hunang, sterkt sinnep ásamt ávöxtum, berjum og jafnvel grænmeti við fjölbreytta osta. Leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Í tilefni Ostóber kynnir MS til leiks nýja osta í takmörkuðu upplagi. Inni á heimasíðu fyrirtækisins verða birtar  tilkynningar þegar þeir líta dagsins ljós, svo það er um að gera að fylgjast vel með. Einnig verða uppákomur og ýmsar kynningar hjá verslunum og veitingastöðum.