Ostadagar 2006 um helgina
29.09.2006
Ostadagar verða haldnir í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina. Á sýningunni verður ýmislegt um að vera, m.a. verða nýjungar í fjölskrúðugri ostaflórunni kynntar til sögunnar, auk þess sem hægt verður að smakka á úrvali íslenskra osta.
Ostameistari ársins verður krýndur og niðurstöður ostadóma kynntar. Landslið matreiðslumanna stillir upp keppnisborði sínu og ný matreiðslubók „Ostar – það besta úr osti og smjöri“ verður kynnt. Ostadagar eru haldnir annað hvert ár.