
Össur svarar í annað sinn
04.11.2010
Bændasamtök Íslands sendu Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra bréf 22. september síðastliðinn þar sem þess var krafist að staða landbúnaðar í samningaferlinu við Evrópusambandið yrði skýrð. Ráðherra svaraði því bréfi 1. september en að mati forsvarsmanna Bændasamtakanna voru þau svör sem komu fram í því bréfi ekki fullnægjandi og var því farið fram á að ráðherra skýrði frekar nokkur atriði. Meðal þeirra atrið var að það yrði staðfest fyrir fullt og fast að aðlögun að sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins muni ekki fara fram fyrr en aðildarsamningur hafi verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Össur hefur nú svarað beiðni Bændasamtakanna um frekari skýringar með bréfi dagsettu 3. nóvember. Þar tekur hann af allan vafa um að aðlögun að sameiginlegu landbúnaðarstefnunni sé ekki á dagskrá fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þær breytingar sem kunni að verða gerðar á starfsumhverfi landbúnaðarins verði gerðar með sjálfstæðum ákvörðunum innanlands að höfðu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi.
Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þakkarvert að ráðherra hafi svarað erindi Bændasamtakanna og skýrt sjónarmið. „Svar ráðherra virðist að einhverju leyti skýra málin en við munum gefa okkur betri tíma til að fara náið yfir það. Fyrr en því verki er lokið er ekki hægt að svara til um hvort frekara framhald verður á málinu.“
Bréfaskriftir á milli BÍ og utanríkisráðherra er að finna hér undir:
Bréf BÍ til utanríkisráðherra - 9. nóv. (ath. sett inn eftir að fréttin að ofan er rituð)
Svarbréf utanríkisráðherra - 3. nóvember
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 11. október
Svarbréf utanríkisráðherra – 1. október
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 22. september
Össur hefur nú svarað beiðni Bændasamtakanna um frekari skýringar með bréfi dagsettu 3. nóvember. Þar tekur hann af allan vafa um að aðlögun að sameiginlegu landbúnaðarstefnunni sé ekki á dagskrá fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þær breytingar sem kunni að verða gerðar á starfsumhverfi landbúnaðarins verði gerðar með sjálfstæðum ákvörðunum innanlands að höfðu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi.
Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þakkarvert að ráðherra hafi svarað erindi Bændasamtakanna og skýrt sjónarmið. „Svar ráðherra virðist að einhverju leyti skýra málin en við munum gefa okkur betri tíma til að fara náið yfir það. Fyrr en því verki er lokið er ekki hægt að svara til um hvort frekara framhald verður á málinu.“
Bréfaskriftir á milli BÍ og utanríkisráðherra er að finna hér undir:
Bréf BÍ til utanríkisráðherra - 9. nóv. (ath. sett inn eftir að fréttin að ofan er rituð)
Svarbréf utanríkisráðherra - 3. nóvember
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 11. október
Svarbréf utanríkisráðherra – 1. október
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 22. september