Beint í efni

Öskuský ógnar nautgripum í Perú

23.04.2014

Á föstudaginn langa hófu yfirvöld í Perú að flytja íbúa í burtu í nágrenni við eldfjallinu Ubinas en eldgos hófst í því 14. apríl. Frá fjallinu leggur mikinn reyk og ösku sem yfirvöld telja óvenju hættulega og því hefur verið gefin út tilskipun um rýmingu svæðisins í nágrenni fjallsins. Í yfirlýsingu Juan Benites, landbúnaðarráðherra Perú, eru íbúar einnig hvattir til að flytja í burtu alla nautgripi á svæðinu.

 

Þessi ákvörðun yfirvalda snertir engan smáfjölda nautgripa en talið er að flytja þurfi um um 30 þúsund gripi, en auk þeirra búa á svæðinu um 4 þúsund manns, sem að sjálfsögðu hafa einnig verið fluttir á brott/SS.