Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Öskuský ógnar nautgripum í Perú

23.04.2014

Á föstudaginn langa hófu yfirvöld í Perú að flytja íbúa í burtu í nágrenni við eldfjallinu Ubinas en eldgos hófst í því 14. apríl. Frá fjallinu leggur mikinn reyk og ösku sem yfirvöld telja óvenju hættulega og því hefur verið gefin út tilskipun um rýmingu svæðisins í nágrenni fjallsins. Í yfirlýsingu Juan Benites, landbúnaðarráðherra Perú, eru íbúar einnig hvattir til að flytja í burtu alla nautgripi á svæðinu.

 

Þessi ákvörðun yfirvalda snertir engan smáfjölda nautgripa en talið er að flytja þurfi um um 30 þúsund gripi, en auk þeirra búa á svæðinu um 4 þúsund manns, sem að sjálfsögðu hafa einnig verið fluttir á brott/SS.