Beint í efni

Óskum eftir Búnaðarþingsfulltrúum 2024

10.02.2024

Ágæti fulltrúi,
Á Deildarfundi búgreina, þann 13. febrúar þarf að kjósa fulltrúa Nautgripabænda inn á Búnaðarþing. Búnaðarþingið verður haldið dagana 14. og 15. mars í Reykjavík.

Í ár eiga Nautgripabændur BÍ 19 þingfulltrúa á Búnaðarþingi.
Samkvæmt samþykktum Nautgripabænda er kjörinn formaður og stjórn deildar sjálfkjörnir fulltrúar deildarinnar inn á Búnaðarþing. Því þarf að kjósa 14 þingfulltrúa Búnaðarþings að lokinni kosningu stjórnar á Deildarfundi búgreina.
Auk þess þarf að kjósa 19 varamenn.

Allir fullgildir félagsmenn í búgreinadeild Nautgripabænda BÍ hafa rétt til framboðs inn á Búnaðarþing fyrir deildina.

Hvetjum við þá sem hafa áhuga á að sitja Búnaðarþing 2023 sem fulltrúar Nautgripabænda að senda tölvupóst á rebekka@bondi.is. Hægt er að bjóða sig fram alveg fram að kosningu. Hvetjum við þó fólk til að skrá sig tímanlega til að valda sem minnstum töfum á fundinum.