Beint í efni

Óskað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlaunanna

31.01.2023

Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Úthlutunarnefnd á vegum matvælaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári.

Stutt greinargerð skal fylgja með tilnefningum. Þar skulu koma fram helstu upplýsingar um starfsemi tilnefndar ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni. Verðlaunahafar geta verið allt að þrír og mun úthlutunarnefndin velja verðlaunahafa. Við valið er litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs sem getur verið öðrum fyrirmynd í landbúnaði svo sem á sviði umhverfisstjórnunar, loftslagsmála, ræktunarstarfs eða annarra þátta í starfseminni.

Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. mars 2023, merktar „Landbúnaðarverðlaun“ á netfangið mar@mar.is eða bréflega til matvælaráðuneytisins, Borgartúni 26, 105 Reykjavík.