Beint í efni

Óskað eftir sérfræðingi á fagsviði nautgriparæktar

16.11.2021

Bændasamtök Íslands óska eftir öflugum sérfræðingi á fagsviði nautgriparæktar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf
sem reynir á frumkvæði og úthald í áhuga- verðum verkefnum á fagsviði nautgriparæktar.

Sérfræðingur á fagsviði nautgriparæktar
ber m.a. ábyrgð á:
▶ Faglegum og félagslegum verkefnum
viðkomandi búgreinar.
▶ Úrvinnslu gagna og miðlun upplýsinga um
mjólkur- og kjötframleiðslu.
▶ Ytra umhverfi greinarinnar og hagsmunagæslu.
▶ Þjónustu, ráðgjöf og miðlun upplýsinga
til félagsmanna.
▶ Aðkoma og undirbúningur að endurskoðun
búvörusamnings.

Menntunar- og hæfniskröfur:
▶ Menntun sem nýtist í starfi.
▶ Þekking á starfsemi félagasamtaka.
▶ Gott vald á úrvinnslu og framsetningu
tölulegra upplýsinga.
▶ Hæfileiki til að starfa í teymi og færni
í samskiptum.
▶ Hæfileiki til að vinna sjálfstætt.
▶ Frumkvæði og metnaður.
▶ Færni til að vinna í hópi og hæfni til að
leiða mál til lykta.
▶ Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi í starfið. Upplýsingar um starfið veitir Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Umsóknir, merktar Umsókn um starf sérfræðings, berist eigi síðar en 22. nóvember nk. á netfangið vigdis@bondi.is.

Vakin er athygli á því að þeir sem ráðnir verða geta haft starfsstöð utan höfuðborgarsvæðisins.