Öryggismál í landbúnaði – gátlisti fyrir búvélar
21.05.2013
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti ályktun um öryggismál í landbúnaði, sem er á þessa leið:
„Aðalfundur Landssamband kúabænda, haldinn á Egilsstöðum 22.-23. mars 2013, tekur undir ályktanir Búnaðarþings 2013 varðandi öryggi og heilsuvernd við landbúnaðarstörf. Fundurinn hvetur til samstarfs LK, BÍ og Landbúnaðarháskólans um að efna til átaks í öryggismálum í landbúnaði í samstarfi við Vinnueftirlitið og tryggingarfélög“.
Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er einfaldur gátlisti, þar sem farið er yfir helstu öryggisþætti dráttarvéla og annarra búvéla. Nú þegar annasamt er í sveitum landsins og jarðvinnsla, dreifing á tilbúnum áburði og búfjáráburði standa sem hæst, er ekki úr vegi að fara yfir helstu öryggisatriði og ástand hlífabúnaðar. Gátlista af þessu tagi er mikilvægt að prenta út og hengja upp á áberandi stað í vélageymslunni – þannig minna þeir á mikilvægi málsins á hverjum degi./BHB
Gátlisti Vinnueftirlitsins um dráttarvélar og aðrar búvélar
Ályktun Búnaðarþings 2013 um starfsumhverfi bænda – öryggismál og heilsuvernd
Myndband um öryggismál við bústörf (frá 1991, 33 Mb.).