Örlítil lækkun heimsmarkaðsverðsins
26.10.2015
Eftir hækkun á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða á uppboðsmarkaðinum GDT (Global Dairy Trade) í síðustu fjögur skipti sem boðið hefur verið upp, lækkaði nú verð á ný í liðinni viku. Lækkunin varð þó ekki mjög mikil eða 3,1% að meðaltali. Undanrennuduft lækkaði um 4,5% og mjólkurduft um 4,6 en smjör lækkaði einna mest eða um 11,1%
Þrátt fyrir að verð hafi nú lækkað aðeins eru spámenn á markaðinum nokkuð bjartsýnir um þróun heimsmarkaðsverðsins og telja sig sjá nú að Kínverjar séu að byrja að kaupa á heimsmarkaðinum á ný. Gerist það, er líklegt að verðið hækki eitthvað á ný/SS