Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Örlítil lækkun á heimsmarkaðinum

23.12.2016

Uppboðsmarkaður GDT (Global Dairy Trade) var haldinn í fyrradag og endaði hann með því að örlítil lækkun varð á heildarmarkaðinum eða alls um 0,5% miðað við fyrra uppboð mánaðarins. Þetta er í fyrsta lækkunin í rúma tvo mánuði á GDT.
Erfitt er að ráða í niðurstöður uppboðsmarkaðarins en mjólkurduft lækkaði mest á markaðinum í fyrradag eða um 0,8%. Þess ber að geta að í vikunni byrjaði Evrópusambandið að selja af birgðum sínum inn á heimsmarkaðinn, sem væntanlega hefur haft áhrif á uppboðsmarkaðinn. Sé lager Evrópusambandsins settur í ”smá” samhengi má geta þess að á GDT markaðinum í fyrradag voru keypt 22.300 tonn af mjólkurvörum en hjá Evrópusambandinu einu og sér eru til um 350 þúsund tonn af undanrennudufti í geymslum/SS.