
Örlítil lækkun á heimsmarkaðinum
23.12.2016
Uppboðsmarkaður GDT (Global Dairy Trade) var haldinn í fyrradag og endaði hann með því að örlítil lækkun varð á heildarmarkaðinum eða alls um 0,5% miðað við fyrra uppboð mánaðarins. Þetta er í fyrsta lækkunin í rúma tvo mánuði á GDT.
Erfitt er að ráða í niðurstöður uppboðsmarkaðarins en mjólkurduft lækkaði mest á markaðinum í fyrradag eða um 0,8%. Þess ber að geta að í vikunni byrjaði Evrópusambandið að selja af birgðum sínum inn á heimsmarkaðinn, sem væntanlega hefur haft áhrif á uppboðsmarkaðinn. Sé lager Evrópusambandsins settur í ”smá” samhengi má geta þess að á GDT markaðinum í fyrradag voru keypt 22.300 tonn af mjólkurvörum en hjá Evrópusambandinu einu og sér eru til um 350 þúsund tonn af undanrennudufti í geymslum/SS.