Beint í efni

Orkubúskapur og fæðuöryggi í byrjun Fræðaþings

18.02.2010

Fræðaþing landbúnaðarins var sett í dag í Súlnasal Hótels Sögu af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fyrsta erindið hélt Þorsteinn I. Sigfússon hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um orkumál þar sem m.a. kom fram að smávirkjanir á Íslandi framleiða nú u.þ.b. 1/10 af orku Kárahnjúkavirkjunar. Haraldur Benediktsson formaður BÍ ræddi síðan um fæðuöryggi og íslenskan landbúnað og þær staðreyndir sem blasa við mönnum vegna fjölgunar mannkyns og vanda vegna hlýnandi veðurfars.

Málstofur hófust kl. 13:45 og standa fram eftir degi. Á morgun föstudag byrjar dagskrá kl. 9:00 en Fræðaþinginu verður slitið um kl. 17:00. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sölum Hótel Sögu á 2. hæð.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þær Halldóru Ólafsdóttur og Sigríði Þorkelsdóttur starfsmenn BÍ við innskráningu gesta.

Dagskrá er aðgengileg hér á vefnum.