Beint í efni

Orka og búskapur – ráðstefna í Bændahöll

06.03.2012


Opin ráðstefna um orku og búskap verður haldin föstudaginn 9. mars í Bændahöllinni í tengslum við árlegan ráðunautafund. Umfjöllunarefnið er orkunotkun í íslenskum landbúnaði og þau tækifæri sem gætu leynst í orkubúskap á íslenskum bújörðum. Getur íslenskur landbúnaður orðið sjálfbær um orku í framtíðinni og hvað þarf til svo að draumurinn geti orðið að veruleika?

Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 17:00. Fundað er á 2. hæð Radisson Blu í salnum Heklu. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá:
Orka og búskapur - í átt til sjálfbærni!

Fundarstjóri: Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir / Erna Bjarnadóttir
Staður: Hótel Saga, 2. hæð / Hekla

Kl. 13:00 -13:20 Orkunotkun í íslenskum landbúnaði – þróun – yfirlit. Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun Akureyri

Kl. 13:20 -13:40 Þróun orkuútgjalda í búrekstri. Daði Már Kristófersson, landbúnaðarhagfræðingur

Kl. 13:40 -14:00 Búorka – möguleikar, stærðarhagkvæmni og tæknibúnaður. Kristján Hlynur Ingólfsson, Verkfræðistofan Verkís

Kl. 14:00 -14:20 Lífræn orkuframleiðsla í landbúnaði, - möguleikar eða tálsýn? Jón Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

Kl. 14:20 -14:35 Vatnsaflstöðvar í sveitum – rafvæðing sveitanna. Eiður Jónsson, Árteigi, Kaldakinn

Kl. 14:35 – 14:50 Vindrafstöðvar í sveitum – möguleikar – kostir og gallar? Haraldur Magnússon, vindmyllu- og orkubóndi í Belgsholti

Kl. 14:50 -15:05 Varmadælur í sveitum, - raunhæfur kostur? Einar Ófeigur Björnsson, bóndi Lóni, Kelduhverfi

Kl. 15:15 -15:30 Kaffihlé

Kl. 15:30 -15:50 ,,Með höfuðið í skýjunum, en fæturna á jörðinni“. Elvar Eyvindsson, bóndi, Skíðbakka

Kl. 15:50 –16:05 Flæði næringarefna í búskap – orkuvinnsla og áburður. Þóroddur Sveinsson, LbhÍ - Möðruvellir

Kl. 16:05-16:20 Orkuframleiðsla og landbúnaður, - samantekt. Þorbjörn Friðriksson, uppfinningamaður og efnafræðingur

Kl. 16:20 -16:30 Félag raforkubænda – áform/framtíðarsýn

Kl. 16:30 -17:00 Umræður og fyrirspurnir

Kl. 17:00 Fundarlok