Beint í efni

Örfáir miðar eftir á árshátíð kúabænda

31.03.2004

Mjög vel hefur gengið að selja miða á árshátíð kúabænda, sem haldin verður í framhaldi af aðalfundi LK 17. apríl nk.  Þegar eru farnir 200 miðar af 220 mögulegum, svo að nú er hver að verða síðastur að panta miða. Hægt er að panta miða með því að hringja í síma 433 7077 eða með því að senda tölvupóst á: ritari@naut.is.