Beint í efni

Örfá sæti laus á Agromek

14.12.2006

Tíunda og síðasta ferðin undir fararstjórn Snorra Sigurðssonar á Agromek 2007 landbúnaðarsýninguna í Herning á Jótlandi stendur nú fyrir dyrum. Lagt verður upp í hana sunnudaginn 14. janúar og komið heim föstudaginn 19. janúar. Enn eru örfá sæti laus í ferðina, nánari upplýsingar eru gefnar á Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323.