Beint í efni

Orðsending til notenda Fjárvísar

07.08.2008

Búið er að senda út skrá um sæðishrúta til notenda Fjárvísar BÚ í tölvupósti. Í framhaldi af innlestri þeirrar skráar, geta notendur klárað að ganga frá vorbók og senda til Bændasamtakanna. Ef umrædd skrá er ekki að skila sér skal hafa samband hið fyrsta við Bændasamtökin og verður hún þá send um hæl. Ástæða er til að fólk láti vita ef netföng hafa breyst þar sem mikil hagræðing er fyrir alla að netfangaskrár séu réttar á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar gefur Hjálmar Ólafsson á netfangið hjalmar@bondi.is