Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Opnun fjóss fyrirhuguð 6. ágúst

30.06.2004

Bygging og innrétting nýs kennslu- og rannsóknafjóss á Hvanneyri hefur gengið vel og er nú fyrirhugað að byggingin verði formlega tekin í notkun föstudaginn 6. ágúst næstkomandi að landbúnaðarráðherra viðstöddum.

Með nýja fjósinu verður mikil breyting á allri kennslu- og rannsóknaaðstöðu í nautgriparækt við skólann. Boðið verður upp á nútímalega aðstöðu fyrir gripi og fólk; kýr og uppeldi verður á legubásum, en kálfar í hálmstíum með sjálfvirkri mjólkurfóðrun. Kýrnar verða mjólkaðar í 2×6 mjaltabás, sem um leið mun þjóna sem kennsluaðstaða fyrir bændaefni og endurmenntunaraðstaða fyrir starfandi bændur. Fjósið verður rúmgott og bjart og sérstaklega hefur verið hugað að móttöku hópa. Loftræsting verður náttúruleg, þannig að hvinur frá viftum mun ekki trufla kennslu eða leiðsögn.

Fjósið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá árinu 1999 og framkvæmdir hófust síðan haustið 2002. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning og þar hefur ríkt góð samstaða LBH, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda. Aðalhönnuður fjóssins er Magnús Sigsteinsson hjá Byggingarþjónustu BÍ, en hann hefur notið ráðgjafar innlendra og erlendra sérfræðinga um sérstök atriði. Þá hafa teikningar af fjósinu verið kynntar á bændafundum og að sjálfsögðu meðal starfsfólks og nemenda á Hvanneyri.