Beint í efni

Opnir hrossaræktarfundir 10. mars – 3. apríl

07.03.2008

Opnir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á næstunni, á eftirtöldum stöðum:

- mánudaginn 10. mars, Ljósvetningabúð, Þingeyjarsýslu, kl. 20:30
- þriðjudaginn 11. mars, Reiðhöllinni, Sauðárkróki, kl. 20:30
- miðvikudaginn 12. mars, Sjálfstæðissalnum, Blönduósi, kl. 20:30
- föstudaginn 14. mars, matsal LbhÍ, Hvanneyri, kl. 20:30
- mánudaginn 17. mars, Gistiheimilinu, Egilsstöðum, kl. 20:30
- þriðjudaginn 18. mars, Stekkhóli, Hornafirði, kl. 20:30
- fimmtudaginn 3. apríl, Þingborg, Árnessýslu, kl. 20:30

Frummælendur á fundunum verða: Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ.