Beint í efni

Opnar hliðlæsingu með tungunni

20.06.2011

Í síðustu viku sögðum við frá því að fangelsismálayfirvöld í Danmörku höfðu auglýst eftir storkukvígum. Nú virðast flóttatilburðir hjá nautgripum hafa náð vestur til Bretlandseyja.

 

Kúabóndinn Tom Grant hafði upplifað ítrekað að holdakýrnar hans sluppu út og taldi hann víst að um strákapör væri að ræða hjá einhverjum úr nálægu þorpi. Hann var þó hreint ekki viss og vaktaði því stíu kúnna dag og nótt. Þá komst hann að því að kvígan Daisy hafði hreinlega fundið út hvernig hún gat sjálf opnað hliðgrind stíunnar, með tungunni! Þetta gerði hún aftur og aftur og sá þannig sjálf um að hleypa sér og öðrum stíufélögum út!
 
Sjón er sögu ríkari en með því að smella á meðfylgjandi hlekk frá Youtube opnast myndband á breska frétt um málið/SS.

 
http://www.youtube.com/watch?v=NaD67sj1UfQ