
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir þróunarfé nautgriparæktarinnar!
13.03.2023
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina er til 15. mars 2023. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári.
Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni.
Samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við landbúnað geta styrkþegar verið einstaklingar, rannsóknarhópar, háskólar, rannsóknarstofnanir, félög og fyrirtæki og skulu umsókn fylgja eftirtalin gögn, eftir því sem við á:
- Listi yfir þá sem aðild eiga að verkefninu.
- Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis þ.m.t. rökstuðningur fyrir því hvernig það fellur að þeim markmiðum sem tilgreind eru í 33. gr. reglugerðarinnar og hvernig það gagnast viðkomandi búgrein að öðru leiti.
Í 33. grein reglugerðarinnar kemur fram að „Þróunarfjármunum er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í nautgriparækt og sauðfjárrækt“.
3. Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess.
4. Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.
5. Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar.
Ráðuneytið og fagráð geta óskað eftir frekari gögnum sé þess þörf til að leggja mat á umsókn.
Umóknir berist í gegnum Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.