
Opnað fyrir tilboð á kvótamarkað 5. mars
02.03.2020
Opnað verður fyrir tilboð á markað fyrir greiðslumark mjólkur þann 5. mars 2020.Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks mjólkur skal skila rafrænt á afurd.is. Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 10 mars nk. Tilboðsmarkaðurinn fer síðan fram þann 1. apríl nk.
Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi. Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Þá má hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 1,2% af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur. Nýliðar munu eiga forkaupsrétt á 5% af því greiðslumarki sem boðið er til sölu á hverjum markaði, svo lengi sem þeir uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um gilt kauptilboð og að því gefnu að þeir bjóði verð sem er jafnt eða hærra en jafnvægisverð.