Beint í efni

Opinn landbúnaður um allt land

27.07.2012

Á hverju ári taka bændur á móti tugþúsundum gesta í sveitina. "Opinn landbúnaður" er heiti á tengslaneti 37 bæja sem bjóða upp á ýmsa þjónustu. Á bæjunum gefst almenningi kostur á að kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins og fræðast um íslenskan landbúnað. Listi með nöfnum bæjanna er að finna hér á bondi.is en sömu upplýsingar er að finna í bæklingi Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar sem heitir "Upp í sveit 2012".

Bæklingurinn er einnig til á ensku og þar eru upplýsingar um nokkra bæi innan Opins landbúnaðar að finna: The Ideal Holiday 2012 - Open Farms

Verið velkomin í sveitina!              Bæir í Opnum landbúnaði.