Beint í efni

Opinn landbúnaður – heimsæktu sveitina í sumar!

17.07.2008

Alls 32 bæir bjóða almenningi upp á heimsóknir í sveitina í tengslum við verkefnið "Opinn landbúnaður". Bæklingur með upplýsingum um bæina og ýmsum öðrum fróðleik um íslenskan landbúnað er kominn í dreifingu en hann verður m.a. aðgengilegur á þjónustumiðstöðvum ferðamála um allt land, á bensínstöðvum og víðar þar sem ferðamenn stíga niður fæti. Allar upplýsingar um bæina er að finna hér á vef Bændasamtakanna með því að smella hér.

Gestir eru hvattir til að kynna sér vel þá starfsemi sem fram fer á bæjunum og hafa samband símleiðis við bændur áður en lagt er í hann. Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mishátt eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga.

Bæklinginn um Opinn landbúnað 2008 má skoða í heild sinni á pdf-formi með því að smella hér.