Beint í efni

Opinn landbúnaður, Beint frá býli og Ferðaþjónusta bænda í Perlunni um helgina

30.04.2010

Ferðasýningin Íslandsperlur verður haldin dagana 1. og 2. maí í Reykjavík, nánar tiltekið í Perlunni. Ferðaþjónusta bænda mun ásamt Beint frá býli og Opnum landbúnaði taka þátt í sýningunni en auk þessarra aðila standa að sýningunni markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu.

Líkt og í fyrra hafa ferðaþjónustubændur, bændur í Beint frá býli og Opnum landbúnaði tekið höndum saman um útgáfu á kynningarbæklingnum "Upp í sveit 2010" en hann er nýkominn út. Þar má nálgast allar helstu upplýsingar um þá þjónustu sem bændurnir bjóða upp á, hvort heldur sem það er gisting, matur eða leiðsögn um hefðbundin sveitabýli. Bæklingnum verður dreift á sýningunni í Perlunni.

Á sýningunni verða ýmsar uppákomur þar sem landshlutarnir kynna það helsta í ferðaþjónustunni og matarklasarnir og bændur í Beint frá býli bjóða gestum upp á margvíslegt góðgæti. Búist er við fjölda gesta en sýningin er opin almenningi frá kl. 10:00 til 17:00 báða dagana og það verður ókeypis inn.