Beint í efni

Opinn landbúnaður 10. júní – kýr sletta úr klaufum á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði

08.06.2012

Næstkomandi sunnudag, 10. júní, verða ferðaþjónustubændur með opinn dag, eins og sjá má á heimasíðu samtaka þeirra. Einnig bjóða býli sem eru með í Opnum landbúnaði gestum og gangandi í heimsókn. Af þessu tilefni hleypa bændur á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði kúnum á bænum út kl. 14.00 á sunnudag og bjóða gestum og gangandi að vera viðstödd þegar kýr sletta úr klaufum. Þar á bæ er einnig galleríið Surtla sem er opið þennan dag.

 

Ábúendur á Stjórutjörnum eru Ásvaldur Þormóðsson og Laufey Skúladóttir. Bærinn er í næsta nágrenni samnefnds skólastaðar, sjá hér á kortavef ja.is./BHB